17 Ágúst 2004 12:00

Skilaboð frá lögreglu vegna landsleiks í knattspyrnu 18. ágúst 2004.

Reykjavík 17. ágúst 2004.

Lögreglan í Reykjavík vill koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri vegna landsleiks í knattspyrnu milli Íslands og Ítalíu miðvikudaginn 18 ágúst 2004.

Þar sem ætla má að mikill fjöldi landsmanna kjósi að sjá landsleik Íslands og Ítalíu í knattspyrnu má búast við töfum í umferðinni á svæðinu við laugardalinn. Knattspyrnuáhugamenn eru því hvattir til að nýta almenningssamgöngur og sameinast í ökutæki eins og kostur er. 

Lögreglan vill einnig hvetja til þess að mæta snemma í dalinn en formleg dagskrá hefst kl 17:30.

Lögreglan mun eins og kostur er kappkosta við að greiða úr umferð á svæðinu og mun Sundlaugavegur verða lokaður til vesturs frá Reykjavegi meðan á knattleik stendur. Þá er einnig vakin athygli á því að talsvert er um verklegar framkvæmdir á svæðinu. Þá vill lögreglan vekja athygli íbúa á svæðinu á því að umferð um þeirra hverfi verður ekki með hefðbundnum hætti meðan á leik stendur og kunna óþægindi að skapast af því.

Að lokum minnir lögreglan á að öll meðferð áfengis er óheimil á vallarsvæðinu.

Höfum þolinmæðina og góða skapið með á völlinn, áfram Ísland.

Fhl.

Karl Steinar Valsson

aðstoðaryfirlögregluþjónn

Lögreglan í Reykjavík óskar eftir aðstoð fjölmiðla við að koma þessum skilaboðum á framfæri.