14 Nóvember 2018 12:59
Frá 1. október sl. hefur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist tilkynningar um innbrot í rúmlega 100 ökutæki. Um það bil helmingur þessara innbrota hafa átt sér stað í miðborginni.
Lögreglan á höfuborgarsvæðinu vill því brýna fyrir eigendum og umráðamönnum að ganga tryggilega frá ökutækjum sínum og geyma engin verðmæti í þeim. Einnig er gott að huga að því að leggja bifreiðum í stæðum sem eru með góðri lýsingu sé möguleiki á því. Ökutækjum lagt í myrki er auðveldari bráð fyrir þjófa.