9 Desember 2003 12:00
Þriðjudagur 9. des. 2003, kl. 16:51.
Nú fyrir stundu voru piltarnir tveir, sem handteknir voru í gærkveldi vegna gruns um aðild að ráninu í verslun Bónuss að Smiðjuvegi 2, úrskurðaðir, að kröfu lögreglunnar í Kópavogi fyrir héraðsdómi Reykjaness, í gæsluvarðhald til 23. desember n.k. Piltarnir hafa viðurkennt aðild sína að ráninu. Lögreglan í Kópavogi heldur rannsókn málsins áfram og miðar henni vel.