30 September 2003 12:00
Hjá lögreglunni í Reykjavík eru nú starfandi sex lögreglumenn sem hafa sjö þjálfaða lögregluhunda. Lögreglumennirnir ásamt hundunum höfðu sameiginlegan þjálfunardag þann 24 september sl. þar sem Þorsteinn Hraundal yfirþjálfari fór yfir ný áhersluatriði. Að þessu sinni var áhersla lögð á sporleit og víðavangsleit hundanna en á næstunni munu hundarnir einnig fá þjálfun í mannfjöldastjórnun og lögregluaðgerðum. Það sem af er árinu hafa hundarnir annast 187 leitir að fíkniefnum sem er umtalsverð fjölgun en taka ber tillit til þess að hundarnir hafa aldrei verið jafn margir og nú. Einn hundanna tók þó ekki þátt í þessum þjálfunardegi en hans sérþjálfun lítur að leit að sprengiefnum.
Lögreglumennirnir eru, talið frá vinstri: Bylgja Baldursdóttir, Sigurður Pétursson, Friðrik Brynjarsson, Kristína Sigurðardóttir, Þorsteinn Hraundal og Hjálmar Kristjánsson.