26 Ágúst 2003 12:00
Móttakandi: Fjölmiðlar
Sendandi: Lögreglan í Reykjavík
Dagsetning: 26. ágúst 2003
Efni: Rannsókn á andláti tvítugrar stúlku
Lögreglan í Reykjavík rannsakar lát rúmlega tvítugrar konu. Tilkynnt var um lát hennar um kl 20:30 í gærkvöldi (mánudag). Karlmaður um þrítugt var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Dánarorsök liggur ekki fyrir og frekari upplýsingar um málið verða veittar að fengnum niðurstöðum krufningar