25 Júlí 2018 01:35
Ekki verður annað sagt en að tónleikar stórhljómsveitarinnar Guns N‘ Roses á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöld hafi farið vel fram. Tónleikagestir skiptu þúsundum og voru þeir upp til hópa til mikillar fyrirmyndar. Umferðin á svæðinu og í næsta nágrenni, fyrir og eftir tónleikana, gekk mjög vel fyrir sig og voru nær allir tónleikagestir búnir að yfirgefa Laugardalinn upp úr miðnætti. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar og fjóra til viðbótar þurfti að fjarlægja af tónleikunum vegna ölvunarástands.
Lögreglan, sem hafði töluverðan viðbúnað á tónleikunum, var ánægð með kvöldið og hversu vel til tókst.