6 Júní 2018 08:14
Þessa dagana standa víða yfir framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu þar sem unnið er við að fræsa og malbika götur í umdæminu. Í dag, ef veður leyfir, er t.d. gert ráð fyrir að Ægisíða, á milli Hofsvallagötu og Starhaga, verði lokuð af þessum sökum frá kl. 9 og fram eftir degi. Þá er ráðgert að þrengja að umferð við Grandatorg við enda Hringbrautar (norður) af svipuðum ástæðum og eins er áætluð viðgerðarvinna í framhaldinu á Hringbraut frá Meistaravöllum að Melatorgi. Í dag stendur líka til að malbika Seljabraut í Breiðholti og loks má nefna að fyrirhugað er að malbika tvær akreinar á Reykjanesbraut frá hringtorgi við Arnarnesveg í átt að Vífilsstöðum.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.