4 Júní 2018 22:49
Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 19.23, en bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt. Hinir slösuðu voru allir fluttir með sjúkrabifreiðum á slysadeild Landspítalans, en ekki er hægt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Vinnu á vettvangi er lokið og hefur Vesturlandsvegur verið opnaður á nýjan leik, en honum var lokað á milli Þingvallavegar og Hvalfjarðarvegar í kjölfar slyssins og var hjáleið um Kjósarskarðsveg.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið.