10 Desember 2002 12:00

Aukið eftirlit lögreglu að skila árangri?

Undanfarnar vikur hefur lögreglan í Reykjavík aukið eftirlit sitt með ölvunarakstri. Markmið verkefnisins er að hafa aðgerðir sem koma í veg fyrir að ökumenn aki undir áhrifum áfengis en við slíku liggja þung viðurlög. Íbúum í umdæminu var vel kunngert að lögreglan yrði með hertar aðgerðir í þessum tilgangi og hafa ökumenn almennt tekið þeim vel. Því er ekki að neita að tafir hafa orðið í umferðinni sem ökumenn hafa sýnt skilning þegar málefnið er kunngert.

Undanfarin ár hefur talsverður fjöldi ökumanna verið stöðvaður vegna þessara brota í desembermánuði og því hefur lögreglan viljað breyta.

Hér gefur að líta upplýsingar úr gögnum lögreglu um fjölda þeirra undanfarin ár. Þar kemur fram að heldur hefur þeim fækkað sem teknir eru vegna þessa brota sem er jákvæð þróun að mati lögreglu. Vonandi heldur sú þróun áfram sem hér kemur fram. Á næstu dögum og vikum mun lögreglan í Reykjavík halda áfram á þessari braut og má búast við hertari aðgerðum í einstökum íbúahverfum umdæmisins.

Ár

Fjöldi í des

Fjöldi 1 til 10 des

Teknir per dag (meðaltal)

1998

117

49

3,8

1999

126

34

4,0

2000

106

42

3,4

2001

92

22

2,9

2002

11

1,1