4 Apríl 2018 16:02
Karlmaður á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald, eða til 18. apríl, á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmiklu fíkniefnamáli, en maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því í janúar.