19 Mars 2018 10:54
Í síðustu viku slösuðust fimm vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 11. – 17. mars.
Mánudaginn 12. mars kl. 7.49 var bifreið ekið norður Reykjanesbraut og aftan á aðra bifreið norðan afrennslis frá Stekkjarbakka. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.
Miðvikudaginn 14. mars kl. 14.35 varð vegfarandi fyrir bifreið er henni var lagt í bifreiðastæði á Smáratorgi. Hann leitaði sér aðhlynningar á heilsugæslustöð í framhaldinu.
Föstudaginn 16. mars kl. 20.45 var bifreið ekið norður Hamraberg og á ljósastaur við Tinnuberg. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 17. mars. Kl. 17.29 varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið á gangstíg við Stekkjarbakka. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 21.44 féll farþegi úr sæti strætisvagns í hringtorgi á Smiðjuvegi við Stekkjarbakka. Hann var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.