26 September 2001 12:00
Þyrluæfing lögreglumanna á Ísafirði
Gæsluþyrlan TF-SIF kom í gær, 25. september, í heimsókn til lögreglunnar á Ísafirði. Er þetta liður í hefðbundnum lögregluæfingum sem haldnar eru annan hvern þriðjudag hjá lögregluliðinu á Ísafirði. Margt er tekið fyrir á æfingum þessum. Allt er við kemur störfum lögreglu í hverri mynd sem nefna má. Sem dæmi má nefna, almennar lögregluæfingar, handtökur, leit á fólki, „böst“, meðferð snjóflóðaíla má svona lengi halda áfram. Í vetur verður sérstakt þema fyrir hverja æfingu og í því sambandi verða fyrirlestrar og verkelgar æfingar settar upp. Í gær kom þyrla Landhelgisgæslunnar, en leitað hafði verið til þeirra með æfingu. Þyrlan var eftirlitsflugi við Vestfirði og var tækifærið notað til að setja upp æfinguna á Ísafirði. Magnús Örn Einarsson, stýrimaður kom í fundarsal í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og flutti klukkutíma fyrirlestur. Þar er um að ræða þá vinnu sem snýr að þeim sem eru á jörðu niðri og taka á móti þyrlunni þegar hún kemur á slysstað. Síðan var farið inn á Ísafjarðarflugvöll og haldin verkleg æfing. Þá sýndi Friðrik Sigurbergsson, læknir þau tæki og tól sem hann hefur yfir að ráða í vélinni. Lögreglumenn voru mjög ánægðir með æfinguna og kunna Benóný Ásgrímssyni og áhöfn hans bestu þakkir fyrir.