6 Desember 2012 12:00
Blóðbankabíllinn kom við hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni en þá létu starfsmenn embættisins gott af sér leiða og gáfu blóð. Þess má geta að Blóðbankinn þarf um 16 þúsund blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Reglulega er farið í blóðsöfnunarferðir til að auðvelda blóðgjöfum að gefa blóð. Ekki er þó gefið blóð við fyrstu komu í Blóðbankann, þá er einungis tekið blóðsýni. Þeir sem hafa áhuga á að fá Blóðbankabílinn í heimsókn er bent á að senda fyrirspurn á netfangið blood@landspitali.is en frekari upplýsingar er hægt að fá hér á heimasíðu Blóðbankans.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri mætti auðvitað í Blóðbankabílinn.