24 September 2012 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda reiðhjóls sem er í hennar vörslu. Lögreglan hafði afskipti af manni á hjólinu og gat sá ekki gert grein fyrir hjólinu. Leikur grunur á að hjólið sé stolið. Ef einhver kannast við hjólið er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina í Kópavogi í síma 444-1000. Óskað verður eftir staðfestingu á eignarhaldi við afhendingu.