11 Desember 2017 10:20
Í síðustu viku slösuðust sextán vegfarendur í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 3. – 9. desember.
Sunnudaginn 3. desember kl. 19.18 varð þriggja bifreiða aftanákeyrsla á Reykjanesbraut til suðurs norðan Bústaðavegar. Tveir ökumenn og farþegi voru fluttir á slysadeild.
Þrjú umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 4. desember. Kl. 10.09 varð gangandi vegfarandi, á leið yfir Bitruháls norðan við Bæjarháls, fyrir bifreið, sem var ekið austur Bæjarháls og beygt norður Bitruháls. Gangandi vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Kl. 10.15 var bifreið, á leið vestur Vesturlandsveg, ekið aftan á aftanívagn dráttarvélar á sömu leið norðan afleggjara að Hofslandi. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Og kl. 14:30 varð gangandi vegfarandi, á leið til vesturs yfir Unnarbraut, fyrir bifreið, sem var ekið um götuna að Suðurströnd. Hann var fluttur á slysadeild.
Þriðjudaginn 5. desember kl. 15.30 var bifreið ekið á tvo gangandi vegfarendur á bifreiðastæði við Spöngina. Þeir voru fluttir á slysadeild.
Miðvikudaginn 6. desember kl. 13.32 varð árekstur með bifreið, sem var ekið austur Bústaðaveg og beygt áleiðis norður Háaleitisbraut, og bifreið, sem var ekið suður Háaleitisbraut. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 7. desember. Kl. 14.38 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Kringlumýrarbraut og beygt austur Háaleitsbraut, og bifreið, sem var ekið norður Kringlumýrarbraut. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 20.13 varð gangandi vegfarandi, á leið til vesturs yfir Réttarholtsveg norðan gatnamóta Sogavegar, fyrir bifreið, sem var ekið austur Sogaveg og beygt inn á Réttarholtsveg. Hann var fluttur á slysadeild.
Föstudaginn 8. desember kl. 1.30 varð árekstur með bifreið, sem var ekið norður Strandgötu og beygt áleiðis vestur Suðurgötu, og bifreið, sem var ekið suður Strandgötu. Farþegi í fyrrnefndu bifreiðinni var fluttur á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 9. desember. Kl. 13.46 varð árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Flatahrauns og Helluhrauns. Ökumaður og farþegi úr annarri bifreiðinni voru fluttir á slysadeild. Og kl. 23.55 varð gangandi vegfarandi, á leið til norðurs yfir Flúðasel vestan Seljabrautar, fyrir bifreið, sem var ekið norður Seljabraut og beygt vestur Flúðasel. Hann var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða, bifreiða eða reiðhjóla.