2 Desember 2017 09:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. Þetta er ítrekað hér því nokkuð hefur verið um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Sömuleiðis er rétt að benda á mikilvægi þess að skilja bíla ekki eftir ólæsta og þaðan af síður ólæsta og í gangi á meðan skroppið er frá.
Þar sem líða fer að jólum er sérstök ástæða til að benda á að jólagjafir séu ekki hafðar í augsýn í ökutækjum, en þær freista þjófa rétt eins og annar varningur.