1 Mars 2012 12:00

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu mættu slökkviliðsmönnum í sundknattleik í Ásvallalaug í Hafnarfirði en viðureignin markaði upphaf Mottumars, átaks Krabbameinsfélagsins um karlmenn og krabbamein. Lögreglan hafði betur, 4-3, eftir framlengdan, æsipennandi leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin. Leikurinn var frábær skemmtun en þess má geta að liðin mættust einnig í fyrra og reyndu þá með sér í íshokkí. Sú viðureign markaði upphaf Mottumars 2011. Á myndinni eru sundkapparnir ásamt Þorsteini Guðmundssyni, Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra og Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra en um átakið má lesa með því að smella hér.

Leikurinn var æsispennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit.