19 September 2017 16:30
Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og gekk skemmtanahald helgarinnar þokkalega fyrir sig en eitthvað var um útköll vegna ölvunar.
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir helgina en þarna hafði orðið ósætti á milli tveggja manna sem enduðu með slagsmálum. Ekki var um alvarleg meiðsl að ræða og er málið í rannsókn.
Aðfaranótt laugardags var lögreglu tilkynnt um að kona hafi slasast þegar hún féll fram af svölum á annarri hæð. Konan slagsaðist á fæti og þurfti aðhlynningu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Lögreglan vill minna foreldra og forráðamenn barna á endurskinsmerkin, sérstaklega núna þegar svartasta skammdegið er framundan.