21 Október 2011 12:00
Aðfaranótt þriðjudagsins 18. október sl. var farið inn í hesthús við Heimsenda í Kópavogi. Innandyra voru nokkur hross en talið er að einu þeirra hafi verið veittir áverkar á kynfæri. Vegna þessa óskar lögreglan eftir upplýsingum frá þeim sem kunna að hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á þessum slóðum frá því seint á mánudagskvöld og fram á þriðjudagsmorgun, eða frá miðnætti til átta að morgni. Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444-1000 eða á netfangið abending@lrh.is
Samskonar mál voru tilkynnt til lögreglunnar í síðasta mánuði eftir að áverkar fundust á kynfærum nokkurra hrossa, sem höfðu verið í hagabeit í landi Meðalfells í Kjós. Áverkarnir, líkt og í Kópavogi núna, eru taldir vera af mannavöldum.