17 Maí 2017 18:33
Brot 3 ökumanna voru mynduð á Nesjavallaleið í dag, en fylgst var með ökutækjum sem var ekið Nesjavallaleið í austurátt. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 11 ökutæki þessa akstursleið og því var ekki mikil umferð á þessum tíma. Hinir brotlegu mældust á 83 (2) og 95 á km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði.
Vöktun lögreglunnar á Nesjavallaleið er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.