19 Apríl 2017 14:23
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi þar sem bifreið var ekið gegnum grindverk og yfir á öfugan vegarhelming, þar sem hún endaði á hvolfi, á Hringbraut við hús nr.105 um kl.11:56 þann 10 apríl s.l.
Þeir sem urðu vitni að umferðaróhappinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000, senda tölvupóst í netfangið jonatan.gudnason@lrh.is eða senda einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins.