28 Febrúar 2017 19:54
Sitt sýnist hverjum um lögregluna og ekki eru allir alltaf sáttir við hennar störf. Traust til lögreglunnar hefur þó jafnan verið mikið, en samkvæmt nýjustu mælingum Gallup bera 85% landsmanna mikið traust til lögreglunnar. Könnunin var gerð fyrr í mánuðinum, en lesa má um hana á heimasíðu fyrirtækisins.
Við þökkum fyrir traustið og reynum að standa undir því, rétt eins og samstarfsfólk okkar hjá öðrum embættum, en könnunin snýr að öllum lögregluliðum landsins.