23 Febrúar 2017 16:37
Við vekjum athygli á slæmum veðurhorfum næsta sólarhringinn, en spá Veðurstofu Íslands er svohljóðandi:
Suðaustlæg átt, 13-20 m/s norðaustanlands fram á nótt, en annars yfirleitt 3-10 m/s. Víða él, en snjókoma eða slydda austan Öræfa. Hiti yfirleitt í kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt í fyrramálið, fyrst suðvestantil, víða 20-28 m/s síðdegis. Snjókoma eða slydda og síðan rigning. Talsverð eða mikil rigning um tíma suðaustanlands seint á morgun. Hlýnar í veðri. Snýst í mun hægari sunnan- og suðvestanátt fyrst suðvestantil annað kvöld, með skúrum eða éljum. Hiti 1 til 7 stig.