25 Nóvember 2010 12:00
Eitt af verkefnum umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru hraðamælingar. Ómerkt lögreglubifreið, sem er búin myndavélabúnaði, er m.a. notuð til að sinna þessu en reynslan hefur sýnt að notkun slíks búnaðar gefur gagnlegar upplýsingar um ástand umferðarmála og auðveldar leit að lausnum þar sem þeirra er þörf. Myndavélabíllinn hefur verið óspart notaður undanfarin ár, ekki síst í íbúðahverfum, en niðurstöður allra hraðamælinga hans er hægt að nálgast á lögregluvefnum. Að sjálfsögðu verður framhald á hraðamælingum í öllum hverfum í umdæminu en lögreglan beinir ennfremur sjónum sínum í auknum mæli að vegarköflum þar sem nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp og/eða slys. Ráðgert er að hraðamælingar fari fram oftar en einu sinni á hverjum þessara staða en næstu vikur og mánuði verður lögreglan m.a. við eftirlit á vegarköflum á eftirtöldum götum:
Gullinbrú, Sæbraut, Miklabraut, Breiðholtsbraut, Fjarðarhraun, Hafnarfjarðarvegur, Bústaðavegur, Reykjanesbraut og Hringbraut (Reykjavík).