20 Október 2010 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að fjórhjóli sem stolið var úr húsnæði fyrirtækis við Fossaleyni í Grafarvogi fyrir hálfum mánuði. Um er að ræða Polaris Sportsman 800, grænt og svart að lit, skráningarnúmer SO-G77 en fjórhjólið má sjá á myndunum hér að neðan. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.