15 Október 2009 12:00
Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar meinta líkamsárás gagnvart ungri stúlku, þar sem grunur leikur á að eggvopni hafi verið beitt. Atvikið átti sér stað á Ísafirði á níunda tímanum í morgun og mun árásarþoli hafa hlotið minniháttar áverka.
Karlmaður um tvítugt var handtekinn vegna málsins og hefur hann verið yfirheyrður. Hann er einnig grunaður um eignaspjöll á bifreið brotaþola. Málið telst upplýst.