22 Ágúst 2016 12:06
Í liðinni viku voru 70 ökumenn kærðir fyrir of hraðann akstur í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum. Flestir voru stöðvaðir og kærðir á þjóðvegi nr. 61, Djúpvegi.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni. Um að ræða þrjú minniháttar óhöpp og lítlar sem engar skemmdir á ökutækjum.
Mili kl 18 og 19 fimmtudaginn 18. ágúst var tilkynnt til lögreglu um bílveltu í Vattarfirði, þar hafði bifreið hafnað út fyrir veg niður í fjöru og væri bifreiðin á kafi í sjó, ökumaður og tveir farþegar komnir út. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang, annar frá Patreksfiðri og hinn frá Búðardal. Þeir sem fyrstir komu á vettvang tóku ákvörðun um að flytja ökumann og farþega til móts við sjúkrabílinn frá Búðardal og óku í um klukkustund til móts við sjúkrabílinn. Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir var sjúkrabílnum frá Patreksfirði snúið við. Nokkuð greiðlega gekk að ná bílnum upp úr fjörunni þegar fjaraði. Ökumanni og farþegum hans var komið fyrir á gistiheimili í Búðardal að lokinni skoðun á heilsugæslunni þar.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana – og fíkniefna.
Miðvikudaginn 17. ágúst var tilkynnt um slys við Hvítanes í Skötufirði, Ísafjardjúpi, þar hafði ferðamaður fallið í fjörðunni og slasast. Sjúkrabíll var sendur frá Ísafirði og flutti viðkomandi á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.