12 Ágúst 2016 10:15
Í dag er unnið að því að malbika Sæbraut til vesturs. Vinnusvæðið byrjar vestan við gatnamót við Sundagarða og nær vestur fyrir gatnamót Klettagarða. Ein akrein er lokuð í einu og umferð hleypt framhjá en gatnamótin við Klettagarða verða lokuð um tíma. Lokanir og hjáleiðir verða merktar meðan á vinnunni stendur eða til kl. 18.
Vakin er athygli á að vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki verða við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Því er brýnt að vegfarendur virði merkingar og hraðatakmarkanir og sýni aðgát við vinnusvæðin.