13 Júlí 2016 10:03
Í kvöld og aðfaranótt fimmtudags er stefnt að því að malbika báðar akreinar á Álftanesvegi frá hringtorgi við Hraunholtsveg að gatnamótum við Engidal. Vegkaflinn verður lokaður meðan á framkvæmd stendur og hjáleiðir merktar. Áætlað er að þetta standi yfir frá kl. 20 til kl. 06.
Í dag fer einnig fram viðgerðarvinna á Vesturlandsvegi, á svæði sem afmarkast af hringtorgi við Þverholt í Mosfellsbæ og mislægum gatnamótum Víkurvegar/Vesturlandsvegar. Byrjað verður við hringtorgið við Þverholt og unnið að Víkurvegi og svo til baka í átt að Mosfellsbæ. Þrengt verður að umferð á þeim stöðum sem viðgerðir fara fram og búast má við smávægilegum töfum meðan á framkvæmdum stendur. Áætlað er að þetta standi yfir frá kl. 10 til 19. Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.