24 Febrúar 2009 12:00
Ragna Árnadóttir, nýr dóms- og kirkjumálaráðherra, heimsótti lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gær. Stefán Eiríksson lögreglustjóri kynnti henni starfsemina í höfuðstöðvum embættisins og lét ráðherrann vel af heimsókninni. Ragna, sem tók við ráðherraembætti 1. febrúar sl., er þriðja konan sem verður dóms- og kirkjumálaráðherra. Auður Auðuns gegndi embættinu 1970-1971 og Sólveig Pétursdóttir 1999-2003.
Ragna, sem varð stúdent frá MA 1986 og lauk lagaprófi frá HÍ 1991, þekkir mjög vel til í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Hún var m.a. staðgengill ráðuneytisstjóra og síðar settur ráðuneytisstjóri. Á meðfylgjandi mynd er Ragna við hlið Stefáns lögreglustjóra en að baki þeim eru nokkir af lykilstarfsmönnum LRH og ráðuneytisins.