9 Maí 2016 15:24
Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum í liðinni viku þar af voru tólf stöðvaðir á Djúpvegi nr. 61 og tveir í nágrenni Ísafjarðar.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Eitt þeirra varð þegar bifreið var ekið á bensíndælu í Súðavík. Þriðjudaginn 3. maí urðu tvö óhöpp. Það fyrra varð á Sjúðavíkurhlíð þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum sem hafnaði utan vegarins. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, hlaut ekki skaða af. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Leitað var á manninum, í bifreiðinni og á heimili hans í framhaldi óhappsins. Nokkurt magn fíkniefna og ólöglegra lyfja (stera) fundust við þá leit. Seinna óhappið þann dag varð á Hnífsdalsvegi, þar skullu samana tvær bifreiðar, sem komu úr sitt hvorri áttinni. Ökumenn, sem voru einir í bifreiðunum, voru fluttir á sjúkrahúsið til skoðunar. Þeir reyndust ekki alvarlega meiddir. Báðar bifreiðarnar voru óökuhæfar eftir áreksturinn. Annar ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu við aksturinn og ekið yfir á öfugan vegarhelming.
Föstudaginn 6. Var tilkynnt um skammdarverk á bifreið sem stóð á bifreiðastæði á Flateyri, þar hafði verið skorið á þrjú dekk. Ekki er vitað um geranda.