11 Apríl 2016 15:47
Vikan fór fram með ágætum og engin alvarleg mál sem upp komu. Helgin fór fram með ágætum og lítið um útköll í tengslum við skemmtanalífið.
Tveir þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglu í liðinni viku. Annars vegar var farið inn í bifreið sem stóð á Básaskersbryggju og úr henni m.a. stolið fjölnota verkfæri af gerðinni Milwaukee. Hins vegar var farið inn í bifreiðar sem stóðu við Steypustöðina og rótað í þeim. Þá var lítill veðurstöð stolið sem var á skúr sem er við Steypustöðina. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki, en allar upplýsingar eru vel þegnar um gerendur.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum en einhver tjón urðu á ökutækjum.
Að morgni 10. apríl sl. vöknuðu einhverjir bæjarbúar upp við það að skotið var upp flugeldatertu með tilheyrandi hávaða og ónæði. Lögreglan hefur upplýsingar um hver þarna var að verki og mun mál hans fá hefðbundna afgreiðslu. Eins og öllum ætti að vera kunnugt um þá er óheimilt að skjóta upp skoteldum utan hefðbundins tíma í kringum áramót.
Tvær kærur vegna brota á umferðarlögum liggja fyrir eftir vikuna en um er að ræða vanækslu á að hafa öryggisbelti spennt í akstri og ólöglega lagningu ökutækis.
Lögreglan vill minna á að þann 15. apríl nk. er komið að því að setja sumardekkin undir. Hins vegar mun ekki verða byrjað að sekta, þrátt fyrir að ekið sé á negldum hjólbörðum eftir þann tíma, þar sem enn er allra veðra von.