16 Október 2008 12:00
Rétt fyrir kl.14:29 í gær varð vinnuslys á Ísafirði, þegar maður féll af vinnupalli.
Maðurinn hlaut alvarlega áverka við fallið og var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði og þaðan á sjúkrahús í Reykjavík. Hann lést af völdum áverkanna í morgun.
Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og Vinnueftirlitsins.