24 September 2008 12:00
Kl.08:47 í morgun fengu lögregla og slökkvilið á Ísafirði tilkynningu um að eldur væri laus í einbýlishúsi í Hnífsdal.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Rannsókn lögreglunnar á eldsupptökum er lokið og er niðurstaðan að um íkviknun út frá rafmagni var að ræða, n.t.t. rafmagnsleiðslu í timburmillivegg.
Heimilisfólk hafði farið í vinnu og skóla rúmlega klukkustundu áður en eldsins varð vart. En það voru nágrannar sem urðu reyks varir frá húsinu og tilkynntu til Neyðarlínunnar.
Töluvert tjón varð vegna elds og reyks.