19 Júní 2008 12:00
Um kl. 04:00 s.l nótt var tilkynnt til lögreglu um að eldur væri laus í kaffi og gistiheimilinu Hjá Marlín að Vallargerði 9 á Reyðarfirði. Slökkvilið Fjarðabyggðar væri á leið á staðinn. Þrír gestir voru í húsinu og vöknuðu þeir við brunaviðvörunarkerfi sem fór í gang, og komust af sjálfsdáðum út. Slökkvilið Fjarðabyggðar lauk slökkvistörfum laust eftir kl. 05:00. Engin slys urðu á fólki.
Ljóst er að miklar skemmdir eru á húsinu af völdum elds, hita, reyks og vatns. Rannsókn lögreglu stendur yfir.