31 Janúar 2016 12:05
Laust fyrir kl. fimm sl. nótt var Lögreglunni á Vesturlandi tilkynnt að ölvaður maður gengi berserksgang við hótel Ljósaland í Dalabyggð og fór lögreglan áleiðis á vettvang. Um hálftíma síðar var tilkynnt að kviknað væri í hótelbyggingunni og voru slökkviliðin í Dalabyggð, Strandabyggð og Reykhólahreppi þá kölluð út. Einn maður var handtekinn á vettvangi grunaður um að hafa kveikt í byggingunni og er hann í haldi lögreglu. Málið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi. Engir gestir voru í hótelinu þegar kviknaði í byggingunni og enginn slasaðist.