3 Janúar 2008 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar fágætra bóka sem stolið var úr einkasafni í Reykjavík á síðari hluta ársins 2006 og fyrrihluta síðasta árs. Gömlum Íslandskortum var stolið úr sama safni og er þeirra einnig leitað. Í safninu voru ýmsar merkar bækur, m.a. ferða- og landafræðirit eftir bæði íslenska og erlenda höfunda sem og fornritaútgáfur. Hér að neðan má nálgast lista yfir bækurnar sem stolið var. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um bækurnar og kortin að hafa samband í síma 444-1000.
Ferðabækur – erlendir höfundar
Fornrit og fræði