15 Desember 2007 12:00
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur verið að rannsaka upptök brunans í Fiskiðjunni sem tilkynntur var aðfaranótt 14. desember sl. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að maður sá sem er í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum og handtekinn var um miðjan dag í gær, var síðasti maður inni í Fiskiðjunni, svo vitað sé, áður en eldsins varð vart.
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum mun seinna í dag fara fram á í Héraðsdómi suðurlands að þessi maður verði úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna.