3 Desember 2015 14:40

Í liðinni viku hafði lögreglan á Vestfjörðum afskipti af einum ökumanni sem reyndist vera undir áhrifum áfengis.  Það var um miðjan dag á Ísafirði þann 24. nóvember.  Þá stöðvaði lögreglan annan ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Það var þann 26. nóvember í Vesturbyggð.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða, annar í Strandasýslu enn hinn á Ísafirði.

Tvær tilkynningar bárust um að ekið hafi verið á kindur, annars vegar í botni Álftafjarðar og hins vegar í Súgandafirði.  Tvö umferðaróhöpp urðu, umfram akstur á búfé, annars vegar á Patreksfirði og hins vegar á Ísafirði.  Engin slys á vegfarendum og en nokkurt tjón á ökutækjum.

Lögreglan vill minna foreldra á að framfylgja útivistarreglunum.  Eins vill lögreglan hvetja ökumenn til að fylgjast vel með veðurspá og kynna sér færð á vegum á vegagerdin.is eða í síma Vegagerðarinnar, 1777 áður en lagt er af stað í lengri ferðir.