31 Júlí 2007 12:00
Nokkuð hefur borið á því eftir að bann við reykingum á veitingastöðum tók gildi þann 1. júní sl. að gestir taki með sér áfengi út og neyti utandyra. Að gefnu tilefni vill embætti lögreglustjóra vekja athygli á ákvæði 3. mgr. 19. gr. áfengislaga sem bannar með öllu að áfengi sem selt er á veitingastað sé borið þaðan út af gestum staðarins eða öðrum. Veitingar áfengis utandyra eru einungis heimilar að fengnu sérstöku leyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Eru slík leyfi takmörkuð við ákveðin svæði utan við veitingastaði og eru að jafnaði einungis heimilar til kl. 22.
Samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald skal lögreglustjóri án fyrirvara eða aðvörunar stöðva leyfisskylda starfsemi þegar starfsemin fer út fyrir mörk og skilmála leyfis eða brýtur gegn ákvæðum laga. Þá er ennfremur kveðið á um að misbeiti leyfishafi, sem hefur leyfi til veitingar áfengis, leyfi sínu með því að veita áfengi á öðrum tímum eða á annan hátt en honum er heimilt, eða aðrar áfengistegundir, svo og með því að selja eða afhenda áfengi án þess að neytt sé á staðnum, eða hann brýtur á annan hátt gegn fyrirmælum sem um áfengisveitingar gilda, varði það refsingu samkvæmt áfengislögum.
Samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald skal lögreglustjóri án fyrirvara eða aðvörunar stöðva leyfisskylda starfsemi þegar starfsemin fer út fyrir mörk og skilmála leyfis eða brýtur gegn ákvæðum laga. Þá er ennfremur kveðið á um að misbeiti leyfishafi, sem hefur leyfi til veitingar áfengis, leyfi sínu með því að veita áfengi á öðrum tímum eða á annan hátt en honum er heimilt, eða aðrar áfengistegundir, svo og með því að selja eða afhenda áfengi án þess að neytt sé á staðnum, eða hann brýtur á annan hátt gegn fyrirmælum sem um áfengisveitingar gilda, varði það refsingu samkvæmt áfengislögum.
Verði lögregla þess áskynja að veitingamenn virði ekki ákvæði áfengislaga eða skilmála útgefinna leyfa mun það geta kallað á lokun og/eða refsingar samkvæmt áfengislögum.
Verði lögregla þess áskynja að veitingamenn virði ekki ákvæði áfengislaga eða skilmála útgefinna leyfa mun það geta kallað á lokun og/eða refsingar samkvæmt áfengislögum.