6 Október 2015 17:12
Þrír karlar voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 13. október í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Líkt og fram hefur komið var lagt hald á mikið magn fíkniefna, en efnin voru falin í bifreið sem kom til landsins með Norrænu í síðasta mánuði. Einn til viðbótar situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar, en fjórmenningarnir, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar, eru á þrítugs- og fertugsaldri.