8 September 2015 18:36
Gert er ráð fyrir leiðindaveðri á svæðinu og full ástæða til að vara fólk við. Veðrið verður hvað verst á svæðinu frá miðnætti fram á morgun. Sérstaklega er fólk minnt á að festa lausa muni, td.trampolín.
Í veðurlýsingu kemur fram að kröpp lægð gengur upp að suðvestanverðu landinu í kvöld og nótt með suðaustan- stormi eða roki (meðalvindhraði 20-25 m/s) á sunnan og vestanverðu landinu, þ.m.t. á höfuðborgarsvæðinu. Víða má búast við snörpum vindhviðum, allt að 35 m/s. Áfram er gert ráð fyrir talsverðri úrkomu vestanlands og á suðaustanverðu landinu.
Upplýsingar um veður má finna á: www.vedur.is