12 September 2015 14:20
Hraðamælingar eru stór þáttur af eftirliti lögreglu. Á hverju ári eru framkvæmdar samræmdar samanburðar mælingar í ákveðnum götum á sama tíma á hverju ári og leitast þannig við að fylgjast með þróun hraðaksturs á þessum tilteknu stöðum en mælingarnar eru framkvæmar eins ár eftir ár svo við náum fram raunhæfum sambanburði. Í dag fara fram samræmdar mælingar fram í 47 götum en síðan 2008 hefur verið fylgst árvisst með 36 götum. Þessar mælingar gefa okkur gott tækifæri til að meta þróun aksturhraða á þessum svæðum. Göturnar eru valdar útfrá ýmsum þáttum, td.ábendingum íbúa, sveitarfélaga og reynslu lögreglu.
Gaman er að geta sagt frá því að bæði hefur þeim tilfellum fækkað þar sem ökumenn aka of hratt á þessum stöðum, en einnig hefur meðalhraði þeirra sem aka yfir hámarkshraða lækkað. Þannig hefur hlutfall þeirra sem aka yfir hámarkshraða fallið úr 45% árið 2008 í 32% árið 2015. Meðalhraði brotlegra hefur einnig lækkað um 3 km/klst.
Sýn lögreglu á þessa þróun er að bæði hefur lögreglan reynt að gera almenning meðvitaðri um mælingar lögreglu, en ekki síður að í mörgum þessara gatna hefur veghaldari ráðist í hraðaminnkandi aðgerðir, eins og td. að bæta merkingar og setja niður hraðahindranir. Auk þess má nefna að lögreglan telur að ökumenn sýni af sér ábyrgari aksturshegðun nú en á fyrri stigum samanburðarmælinga, en það er lykilatriði þegar kemur að öruggari umferð.