20 Nóvember 2006 12:00
Lögregluliðin á Suðvesturlandi eru nú með sameiginlegt áhersluverkefni þar sem fylgst er mjög grannt með stefnumerkjagjöf. Nokkur misbrestur er á að hún sé í lagi en undanfarið hafa allmargir ökumenn verið stöðvaðir fyrir að að vanrækja stefnumerkjagjöf, þ.e. fyrir að gefa ekki stefnuljós. Fyrir brot sem þetta mega ökumenn búast við 5.000 kr. sekt.
Um þetta er fjallað í reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim, 31. gr. Vakin er sérstök athygli á því að þetta á líka við um ónauðsynlega merkjagjöf.