3 Ágúst 2006 12:00
Um Verlunarmannahelgina 2006 má búast við mikilli umferð á vegum í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli. Venju samkvæmt verður Bindindismót í Galtalækjarskógi þar sem áhersla er lögð gildi fjölskyldunar, samveru þar sem skemmtun án áfengis eða annarra vímuefna er í hávegum höfð. Lögreglan verður með öflugt eftirlit á mótssvæðinu auk þess sem fíkniefnalögreglumenn munu verða þar einnig ásamst sérþjálfuðum hundum til fíkniefnaleitar en um er að ræða samvinnuverkefni lögreglunnar á Hvolsvelli, Ríkislögreglustjóra og Tollgæslunnar.
Á mótssvæðinu í Galtalækjarskógi verðu fulltrúi barnaverndaryfirvalda og mun hann starfa náið í samvinnu við mótsstjórn og lögregluna. Trúlega er það einsdæmi að fulltrúi barnaverndaryfirvalda sé á útihátíð sem þessari en samstarf sem þetta er mjög mikilvægt og til fyrirmyndar. Foreldrar sem og aðrir forráðamenn barna og unglinga eru hvattir til að senda börn sín eða unglinga ekki eftirlitlaus á útihátíðir hverju nafni sem þær nefnast.
Björgunarsveitin Ársæll úr Reykjavík verður með gæslu á mótssvæðinu og verður af þeirra hálfu leitað m.a. að áfengi, vímuefnum, hjá mótsgestum áður en þeir fara inn á mótssvæðið en eins og áður segir þá er lögð mikil áhersla á að mótssvæðið í Galtalækjarskógi verði laust við áfengi eða önnur vímuefni. Hjálparsveit skáta úr Hveragerði sér um alla sjúkragæslu og njóta þar aðstoðar læknis sem verður staðsettur á mótssvæðinu alla Verslunarmannahelgia.
Auk þessa má búast við talsverði umferð um Bakkaflugvöll í Landeyjum vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Lík og í Galtalækjarskógi þá verður lögreglan með eftirlit við Bakkaflugvöll, bæði einkennisklæddir sem og óeinkennisklæddir lögreglumenn.
Í Fljótshlíð má einnig búast við fjölmenni en vinsæl fjölskyldusvæði eru þar á nokkrum stöðum en um Verslunarmannahelgina má þó reikna með að mót hvítasunnumanna í Kirkjulækjarkoti standi upp úr hvað fjölda fólks varðar. Sem og í Galtalækjarskógi er áhersla þar lögð á gildi fjölskyldunnar, náungakærleika, samveru án áfengis eða annara vímuefna.
Lögreglan á Hvolsvelli vill hvetja alla að sýna aðgæslu, tillitsemi, þolimæði og virða reglur um leyfðan hámarkshraða, nota öryggisbúnað, blanda ekki saman áfengis- eða annarri vímuefnaneyslu við akstur ökutækja hvorki nú um Verslunarmannahelgina eða í annan tíma. Lögreglan vonar að sem flestir komi til með að kunna sér hófs í skemmtun helgarinnar og hún megi líða án teljandi umferðaróhappa eða annarra slysa. Lögreglan treystir á gott samstarf við vegfarendur sem og aðra um Verslunarmannahelgina 2006 en lögreglan á Hvolsvelli er með aukinn viðbúnað um helgina.