10 Ágúst 2006 12:00
Lögreglan í Reykjavík verður með nokkurn viðbúnað vegna hátíðarhalda í miðborginni nk. laugardag. Búist er við þúsundum gesta í skemmtigöngu sem fer frá Hlemmi og niður í Lækjargötu. Á þessu svæði verða lokanir fyrir almenna umferð strax frá laugardagsmorgni og fram eftir degi. Ökumönnum er því bent á að finna sér aðrar leiðir.
Þá vill lögreglan beina þeim tilmælum til fólks að það noti bílastæði í nágrenni miðborgarinnar. Í því sambandi má t.d. nefna bílastæði við Háskóla Íslands, Iðnskólann í Reykjavík og Kjarvalsstaði. Ekki má heldur gleyma bílastæðahúsunum og svo er líka góður kostur að taka strætó.