26 Júní 2015 10:12
Í dag verður unnið við malbiksviðgerðir á römpum/slaufum við Hringbraut og Bústaðaveg. Vinnusvæðin verða tvö, annars vegar rampur af Hringbraut upp á Bústaðaveg (ekið austur eftir Hringbraut) og hins vegar rampur af Bústaðavegi niður á Hringbraut (ekið suður eftir Bústaðarvegi). Vinna hefst upp úr kl. 10 og stendur fram eftir degi.
Þá verður enn fremur malbikað á Njarðargötu í dag, á milli Hringbrautar og Eggertsgötu, en gert er ráð fyrir að vinnan þar standi yfir til kl. 17.