15 Júní 2015 12:23
Borið hefur á tilkynningum um falsaða 100 evru seðla og því beinum við því til fólks að skoða vel reiðufé sem notað er í viðskiptum. Þeir sem fara mikið með erlenda seðla ættu því að kynna sér vel hverskonar öryggisatriði er að finna í slíkum seðlum til að minnka líkurnar á að taka við slíkum seðlum fyrir misgáning. Þetta er td.hægt að gera með sérstökum pennum og útfjólubláu ljósi, sem ætti etv.að vera til í verslunum.
Ef fólk verður vart við falsaðan seðil er best að kalla til lögreglu gegnum 112.
Á vef evrópska seðlabankans koma fram upplýsingar um hvernig megi skoða evruseðla til að meta hvort þeir séu falsaðir. Finna má upplýsingar um þetta á vef seðlabankans undir liðnum „banknote security“: https://www.ecb.europa.eu/euro/html/index.en.html