2 Júní 2015 19:17
Í síðustu viku slösuðust fimm vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 24. – 30. maí.
Miðvikudaginn 27. maí kl. 16.50 varð aftanákeyrsla við gatnamót Kauptúns og Urriðaholtsstrætis. Ökumaður annrarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.
Fimmtudaginn 28. maí kl. 8.39 varð fjögurra bifreiða aftanákeyrsla á Sæbraut við Köllunarklettsveg. Ökumaður öftustu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.
Föstudaginn 29. maí kl. 20.01 var bifhjóli ekið í holu á Höfðabakka við Dvergshöfða. Bifhjólamaðurinn datt af hjólinu. Hann ætlaði að leita sér aðstoðar á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 30. maí. Kl. 16.50 varð árekstur á Strípsvegi við Heiðmerkurveg milli bifreiða, sem höfðu komið úr gagnstæðum áttum. Annar ökumannanna var grunaður um að vera undir áhrifum kannabis. Hinn var fluttur á slysadeild. Og kl.23.55 féll bifhjólamaður af hjólinu í Brekkuási við Fjóluás. Hann var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara varlega.