13 Maí 2004 12:00
Laugardaginn 22. maí kl. 13:30 fer fram árlegt uppboð óskilamuna. Uppboðið verður haldið í porti bakvið Borgartúni 7 b ( þar sem Ríkiskaup hefur selt notaðar bifreiðar í áraraðir). Innangengt er í portið frá bílastæðum við austanvert húsið. Sérstök athygli er vakin á því að um nýjan uppboðsstað er að ræða en almenn afgreiðsla embættisins flutti í Borgartún 7 b á síðasta ári en hún sér um afgreiðslu óskilamuna.
Uppboðið verður utandyra og fólk þarf því að klæða sig eftir veðri en skjólgott er í portinu.
Á uppboðinu verður eins og undanfarin ár mikið af reiðhjólum en einnig ýmsir aðrir óskilamunir.